14.12.2008 | 10:32
Tíu Dagar !!!
Það eru bara tíu dagar til jóla.
Á föstudaginn fórum við í kirkjuna að fara með bænir og syngja jólalög og mér leið frekar illa langaði bara að fara að gráta.
Annars ekkert að gera Helena er hjá pabba sínum, en ég fór til Guðnýjar í gær eða hún Brynja Þórey hringdi í mig og sagði "leiki mig" þá sagði ég á ég að koma í heimsókn og við fórum bara að baka og svona.
Ég veit ekki hvort mig eigi að hlakka til jólanna eða ekki.
þegar mig hlakkar til er eitthvað inn í mér sem segir mér að ég eigi ekki að hlakka til því að afi dó í fyrra og þá eigi sá dagur ekki að vera gleðidagur
Þannig að mig hlakkar ekkert sérstaklega til jólanna eða æ þú skilur þetta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Athugasemdir
Endilega Skilja eftir sig Færslu í gestabók eða Athugasemd hérna
Fjölskyldan Akurbraut , 14.12.2008 kl. 10:35
Æji ástin mín ég skil þig svo vel Ég er í alveg sömu sporum og þú að vita ekki hvort mig eigi að hlakka til eða kvíða fyrir. En pabbi hefði viljað að við ættum gleðileg jól þannig að þér er alveg óhætt að hlakka til þú veist það líka að Afa þínum líður vel núna :) Hann þjáist ekki lengur
Ásdís Ósk Valsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:22
Elsku dúllan mín .Afi vill ekki hafa þig sorgmædda .og það er eðlilegt að líða svona ,okkur líður öllum svona .En við verðum líka að hugsa hvað afi hefði viljað .Afi hefði ekki viljað að við værum döpur Þú matt alveg hlakka til afi vill það .En við Geiri fórum með ljósakrossinn það er komið ljós á leiðið hjá afa ,og svo þarf ég að fara með kerti líka .Thelma mín ég sakna afa rosalega mikið ,en ég reini að vera ekki leið því það hefði hann ekki viljað .Thelma mín vertu glöð fyrir afa þinn
Knús á þig amma
Ólöf Karlsdóttir, 15.12.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.