3.12.2008 | 21:29
'ymislegt sem ég er að fara að gera og búin að gera (;
Jólin eru að koma og mig hlakkar svoldið til.
Ég er ótrúlega forvitin yfir því hvað ég fæ í jólagjöf en annars snúast jólin mín ekki um gjafirnar heldur kærleik, vináttu og fæðingu Jesú Krist.
Annars er allt fínt í skólanum.
Ég var í afmæli í gær og áttum að vera furðulegar eða í grímubúningum og ég og Helena við klipptum boli og máluðum á þá blóð og mold og svona ógeð (mamma leyfði okkur það)
Svo máluðum við okkur, gerðum marbletti bóðnasir og glóðurauga klipptum svo göt á nylon sokkabuxur og síðast en ekki síst var það túberað hár mað svörtu hárlakki.
Ég þurfti að þvo á mér hárið með sjampói svona sex sinnum og baðið var svart svo fór ég aftur í bað og setti hárnæringu og lét hana liggja í hárinu á mér í tíu mínútur það var svoldið vesen en samt var það þess virði.
Við í 6 .og 7. bekk vorum með stjörnukerfiog þeir sem náðu 44 stjörnum (sem allir náðu) fara í fjörheima á morgun og þeir sem náðu 54 stjörnum fá að fara í fjörheima og fá sundlaugarpartý (sem verður einhverntímann)
En verð að fara að kveðja ykkur sem eruð að lesa þetta og fara að sofa svo við látum þetta gott heita í dag og sjáumst á morgun þá skal ég blogga um fjörheima ferðina.
Góða nótt
Kveðja Thelma Lind
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.