4.12.2008 | 21:14
Fjörheimar og Fleira!!!!
Hæhæ nú ætla ég að segja ykkur frá deginum í dag sem var bara alveg ágætur þrátt fyrir að fara veik heim úr skólanum.
Já, í dag var farið í fjörheima og krakkarnir fóru með rútu en ég og Berglind fórum með Frey, sem er kennarinn okkar í bílnum hans
Við höfðum mikið að gera til dæmis dansa, spila allskonar leiki og horfa á mynd
Klukkan hálf sex fórum við upp í skóla að gera laufabrauð það var bara gaman þótt ég sé veik.
Annað kvöld er ég að fara með mömmu uppí skóla þar ætlum við að hittast nokkrar frænkur og börn og baka smákökur og svo á sunnudag ætlum við að gera piparkökur heima hjá Guðný frænku
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kvitt kvitt prufa svona
Óla amma (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:01
Hæhæ dúllan mín :) Mikið var ég farin að sakna þess að fá blogg frá þér. Annars kem ég suður eftir 12 daga ef ég er að telja rétt :) Hlakkar geggjað til að koma og knúsa ykkur . Hafðu það gott ástin min
Ásdís Ósk Valsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.