4 Dagar í fríið

Hæhæ!!!Það eru 4 dagar í jólafrí. Stefnum að því að skreyta jólatréð í vikunni og gera allt klárt. Amma Sirrý á afmæli á morgun og ætlum við að kíkja í heimsókn til hennar.Helgin var frekar róleg fyrir utan það að fara til Guðnýjar og Brynju.Mamma og pabbi voru bara heima því mamma lá í flensu alla helgina og lét stjana við sig. Davíð var að leika við Mikael í gær og á laugardag og Steini er alltaf með vini sínum. Við erum að skreyta uppi í skóla og gerði ég jólakort á dönsku sem ég ætla að gefa Gígí frænku. Í dag fengum við Davíð að baka marengstoppa (nammi namm ) og svo ætlum við að gera músastiga til að skreyta hérna heima.Á miðvikudag ætlum við að gera Laufabrauð og baka fleiri lakkrístoppa ,því við erum búin með alla sem mamma bakaði um daginn(130 stykki,namm-namm). Svo ætlar Hófý frænka að hafa sleepover um jólin. Jæja verð að hætta ætla að baka meira að toppum kv Thelma Ætla að láta fylgja með texta af jólalagi sem Andrea frænka sendi pabba og mömmu.  Takk takk... Skín í væna vínflösku,
og huggulega bjóra,

jólaglögg og eplasnafs

allt það ætl´að þjóra.

Dufla og daðra og leika mér

látum illa í desember

burt með sokk og skó

hér af  víni er nóg.

Ó, hvað ég elska jólin,

von´eg  hitti á stólinn.
 (skín í rauða skotthúfu)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Ósk Valsdóttir

Hæhæ Thelma mín  Ég er sko farin að telja niður það eru bara 3 dagar  Hlakkar svo mikið til að sjá þig.

Ásdís Ósk Valsdóttir, 16.12.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kvitt kvitt Telma mín.Það verður gott að komast í jólafrí

Ólöf Karlsdóttir, 16.12.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband