8.12.2008 | 19:59
Helgin Mín!!!
HæhæÉg er búin að vera veik og fór ekki í skólann í dag.En í gær var bara gaman þá var ég líka veik en fór samt til Guðnýjar frænku því það var Jólahlaðborð og pipar köku bakstur það var súper, geðveikt gaman.Helena vinkona er að koma til mín því ég má ekki fara út.En annars, ég fór til læknis hann hét Vikas (mjög vingjarnlegur og góður) og fékk sýklalyf við þessari flensu minni.Allann laugardaginn var ég með Hófí.Við spiluðum monopoly, Thelma og Gabríel á móti Guðlaugu og Mikael.Svo var Dúlla með Maríu og Sigurbjörn og það var alveg ógeðslega fyndið ég er enn að hlæja að því.Sko Mikael og Guðlaug unnu allan peninginn sem var á miðjunni (sko samkvæmt okkar reglum fer allur peningurinn sem við borgum með og kaupum götur og hús ) og það var sko 800 þúsund bara mikið, og þau alveg öskrandi glöð og voru bara hoppandi og allt svo Sigurbjörn sem er að verða 1 árs kemur allt í einu labbandi inn í eldhús horfir smástund á Mikael og Guðlaug og svo kemur þetta risa glott og svo allt í einu byrjar hann að klappa og það var bara fyndið. Helena er kominn verð að fara.Bless Bless Thelma Lind í Jólaskapi.
4.12.2008 | 21:14
Fjörheimar og Fleira!!!!
Já, í dag var farið í fjörheima og krakkarnir fóru með rútu en ég og Berglind fórum með Frey, sem er kennarinn okkar í bílnum hans
Við höfðum mikið að gera til dæmis dansa, spila allskonar leiki og horfa á mynd
Ég spilaði smá en fór svo að horfa á mynd sem reyndist vera Bad Santa.Svo fórum við aftur upp í skóla og ég fór því miður veik heim, Já þannig var það.Klukkan hálf sex fórum við upp í skóla að gera laufabrauð það var bara gaman þótt ég sé veik.
Annað kvöld er ég að fara með mömmu uppí skóla þar ætlum við að hittast nokkrar frænkur og börn og baka smákökur og svo á sunnudag ætlum við að gera piparkökur heima hjá Guðný frænku
Góða nótt og Sofið róttThelma Lind3.12.2008 | 21:29
'ymislegt sem ég er að fara að gera og búin að gera (;
Jólin eru að koma og mig hlakkar svoldið til.
Ég er ótrúlega forvitin yfir því hvað ég fæ í jólagjöf en annars snúast jólin mín ekki um gjafirnar heldur kærleik, vináttu og fæðingu Jesú Krist.
Annars er allt fínt í skólanum.
Ég var í afmæli í gær og áttum að vera furðulegar eða í grímubúningum og ég og Helena við klipptum boli og máluðum á þá blóð og mold og svona ógeð (mamma leyfði okkur það)
Svo máluðum við okkur, gerðum marbletti bóðnasir og glóðurauga klipptum svo göt á nylon sokkabuxur og síðast en ekki síst var það túberað hár mað svörtu hárlakki.
Ég þurfti að þvo á mér hárið með sjampói svona sex sinnum og baðið var svart svo fór ég aftur í bað og setti hárnæringu og lét hana liggja í hárinu á mér í tíu mínútur það var svoldið vesen en samt var það þess virði.
Við í 6 .og 7. bekk vorum með stjörnukerfiog þeir sem náðu 44 stjörnum (sem allir náðu) fara í fjörheima á morgun og þeir sem náðu 54 stjörnum fá að fara í fjörheima og fá sundlaugarpartý (sem verður einhverntímann)
En verð að fara að kveðja ykkur sem eruð að lesa þetta og fara að sofa svo við látum þetta gott heita í dag og sjáumst á morgun þá skal ég blogga um fjörheima ferðina.
Góða nótt
Kveðja Thelma Lind
27.10.2008 | 18:33
Hæhæ
ég sit og er að blogga núbúin að vera með H - - - - - - - höfuðverk.....
þetta er bara smá blogg því ég er að fara að borða fiskibollur
Bæjó
22.10.2008 | 15:31
Hæhæ
Góðan dag allir saman er í sérstöku skapi í dag enda bústaður á morgun og DISKÓ í kvöld....... það var brunaæfing í dag og ótrúlegt en satt!!!!! enginn fór að gráta (allavegaðinna ekki sem að ég sá) enda allir mjög undirbúnir fyrir æfinguna... mamma og pabbi eru að fara í leikhús að sjá leikritið Ástin er diskó, Lífið er pönk.....
Davíð fer í pössun til ömmu Sirrý.....
kveðja Thelma
21.10.2008 | 20:41
Bloggggg!!!!!!
http://www.youtube.com/watch?v=g-TaLGavCk8&feature=related
allir að skoða þetta er uppáhaldslagið mitt ú CAMP ROCK!!!!
Steini á afmæli í dag "til hamingju með það Steini"
Ég er að fara að gista hjá Sólveigu í nótt....
Var í matarboði í gær hjá Guðný á meðan Steini hélt upp á afmælið sitt (hann bauð þrem strákum)
Hann verður með kaffi í dag......
11.10.2008 | 11:03
Geggjað Gaman í Gærkvöldi!!!!!
Helena (bestasta vinkona mín & bekkjarsystir) kom og gisti.
það var bara gaman sko mikið hlegið
ekkert meira var að baka....
9.10.2008 | 15:18
Breytt Lög(endilega lesa)
Nýr Texti við "ísland er land mitt"
Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt
Nýr Texti við "Söknuður" eftir Vilhjálm Vilhjálmsson
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
7.10.2008 | 21:14
Thelma!!!
Váá maður var að passa Kristbjörg og Sigurveig og er líka að passa þær á morgunn...
Ég er svo þreitt en er ekki að nenna að fara að sofa
Ég var að læra þjóðsönginn í dag (er í tónmennta smiðju)
Hann er ekkert smá erfiður reynir svolítið á röddina
Shani var að passa með mér
Hvað á ég að gera
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.10.2008 kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2008 | 08:58
Smá frá Davíð (fyrir Ásdís...)
hæhæ allir.
ég er að fara að fá nýtt rúm ...
JEI jólin eru eftir 80 daga
ég er að verða búin með einingu 3 (stærðfræðibók) og þá fæ ég einingu 4
ég er búin að vera rosa duglegur í matreiðslunni og er að fara í nýja smiðju á morgun......
ég gerði kökuna með bleika kreminu(möndluköku)